Allar myndirnar seldust nema tvær

Laddi og Bjarni Sigurðsson.
Laddi og Bjarni Sigurðsson.

Þórhallur Sigurðsson betur þekktur sem Laddi opnaði eigin myndlistarsýningu í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla 36 um helgina. Laddi, sem einn af okkar þekktustu grínleikurum fyrr og síðar, er ekki bara fyndinn og sniðugur heldur líka flottur myndlistarmaður en hann hefur lengi málað.

Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Smiðjunni Listhúsi árið 2017 og seldust þá allar 25 myndir hans upp á einum sólarhring. Nú hélt Laddi sýningu númer tvö á sama stað og eins og síðast var húsfyllir á opnunarkvöldinu og myndir hans seldust nær allar. Mikil stemmning var í opuninni hjá Ladda enda mikið um skemmtiatriði og margt góðra gesta.

Laddi segist byrja á að teikna myndirnar og mála þær svo með olíumálningu.

„Þetta eru nokkurs konar portrett myndir, nema þetta eru kannski ekki alveg eðlileg andlit, heldur meira hálfgerðar fígúrur. Kannski má segja að þetta séu karakterar sem ég næ ekki að skapa á sviði og verða því til í myndum mínum,“ segir Laddi sem er orðinn 72 ára að aldri en hefur nóg fyrir stafni. Ennþá eru tvær myndir óseldar en sýningin til 3. júní.

Björgvin Halldórsson og Bjarni Sigurðsson eigandi Smiðjunnar Listhús.
Björgvin Halldórsson og Bjarni Sigurðsson eigandi Smiðjunnar Listhús.
Hjörtur Howser og Sigga eiginkona Ladda.
Hjörtur Howser og Sigga eiginkona Ladda.
Jens Hansson og Laddi.
Jens Hansson og Laddi.
Jens Hansson og Hjörtur Howser.
Jens Hansson og Hjörtur Howser.
Sæbjörg Ólafsdóttir og Laddi.
Sæbjörg Ólafsdóttir og Laddi.
Laddi og Örn.
Laddi og Örn.
Laddi ásamt eiginkonu sinni.
Laddi ásamt eiginkonu sinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál