Úthlutuðu 23,7 milljónum og fögnuðu

Það var glatt á hjalla á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands og þegar HA hélt útgáfuboð sitt. Ársfundur Hönnunarmiðstöðvar Íslands fór fram á Tryggvagötu 25 að Hafnartorgi þar sem einnig var úthlutun úr Hönnunarsjóði og svo útgáfuteiti á níunda tölublaði tímaritsins HA, sem fjallar um íslenskan hönnun og arkitektúr á íslensku og ensku. 

Það var við hæfi að ársfundur Hönnunarmiðstöðvar færi fram á glænýju svæði sem er nú risið í miðbæ Reykjavíkur þar sem íslenskur arkitektúr er í lykilhlutverki. Á ársfundinum var farið yfir starfssemi miðstöðvarinnar auk þess sem rýnt verður í framtíðina og hvernig hægt se að takast á við áskoranir sem blasa við í heiminum með hönnun í farabroddi. 

Kynnir fundarins var Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur auk þess sem vöruhönnuðurinn Hrefna Sigurðardóttir frá Studíó Fléttu, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra töluðu. 

Hönnunarsjóður úthlutaði 23,7 milljónum í þetta sitt þar sem Nordic Angan, ilmbanki íslenskra jurta í Álafosskvosinni hlaut hæst einstaka styrkinn, 2 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál