Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Flottur hópur af hárgreiðslufólki kom saman í Hárakademíunni á dögunum til að kynnast nýrri ofurvöru frá label.m. Um er að ræða kraftmiklu næringarskotin Snapshot sem eru í boði á hárgreiðslustofum. Rannsóknir sýna að mikill meirihluti fólks nýtur hárþvottarins mest af allri upplifuninni á hárgreiðslustofum og hittir því label.m algjörlega naglann á höfuðið með þessari stofumeðferð sem lengir dekrið við vaskinn. 

Eftir frábæra kynningu á Snapshot var blásið til veislu og dyrnar opnaðar fyrir gestum og gangandi. Hárgreiðslufólk fékk þá tækifæri til að spreyta sig á nýju meðferðunum og nutu gestir góðs af því og kepptust um pláss í stólunum. Dekrið hélt svo áfram hjá nemendum frá Reykjavík Makeup School sem settu punktinn yfir i-ið með léttu touch-up með NYX Professional Makeup.  

Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál