Björn fór úr að ofan í 60 ára afmælinu

Björn Leifsson varð 60 ára á mánudaginn en fagnaði afmælinu …
Björn Leifsson varð 60 ára á mánudaginn en fagnaði afmælinu á sunnudaginn. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Björn Leifsson eigandi World Class fagnaði 60 ára afmæli sínu á Petersen svítunni í Gamla bíó á sunnudaginn. Veðrið lék við veislugesti og töfraði Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi fram glæsilegar veitingar og svo var boðið upp á Búlluborgara. 

Björn reif sig úr að ofan í afmælisveislunni en það er vegna þess að hann fékk landsliðstreyju að gjöf og þurfti að fara í hana upp á sviði og sýna treyjuna. 

Svo kom hljómsveitin Stjórnin og spilaði fyrir afmælisgesti og þar sást glögglega að Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson eru ennþá með alla takta á hreinu. Stjórnin gerði hreinlega allt vitlaust í boðinu og voru þau klöppuð upp aftur og aftur. Matti Matt tók líka nokkur lög við mikinn fögnuð. 

Hafdís Jónsdóttir, Björn Leifsson, Birgitta Líf og Björn Boði.
Hafdís Jónsdóttir, Björn Leifsson, Birgitta Líf og Björn Boði. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ari Alexander, Magnús Stephensen og Eyþór Arnalds.
Ari Alexander, Magnús Stephensen og Eyþór Arnalds. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Hér voru allir í sólskinsskapi.
Hér voru allir í sólskinsskapi. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Veðurblíðan lék við gesti í veislunni.
Veðurblíðan lék við gesti í veislunni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Björn Leifsson, Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson og Siggi Hlö.
Björn Leifsson, Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson og Siggi Hlö. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Hjónin Hafdís og Björn í mikilli sveiflu.
Hjónin Hafdís og Björn í mikilli sveiflu. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Birgitta Líf og Björn Boði.
Birgitta Líf og Björn Boði. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Baldur Rafn Gylfason, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir.
Baldur Rafn Gylfason, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Stjórnin hélt uppi stuðinu.
Stjórnin hélt uppi stuðinu. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is