Best klæddu golfarar landsins fjölmenntu

Það er eitt að vera góður í golfi og annað að vera tipp topp á golfvellinum. Þetta tvennt sameinaðist á golfmóti Landssambands sjálfstæðiskvenna sem haldið var í Borgarnesi. 

Metþátttaka var á golfmóti Landssambands sjálfstæðiskvenna í ár sem fram fór á Hamarsvellinum í Borgarnesi á fimmtudaginn. Eitt hundrað konur tóku þátt að þessu sinni og lék veðrið við þátttakendur. Mikil gleði ríkti meðal kvennanna yfir daginn og um kvöldið var kvöldverður og verðlaunaafhending þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, var heiðursgestur.

Mótið tókst afburðavel, ræst var út á öllum teigum og leiknar 18 holur. Leikið var í tveimur flokkum, forgjöf 0-24,9 og fjörgjöf 25-36, og voru glæsilegir vinningar í boði í báðum flokkum auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir höggleik, nándarverðlaun, Sjálfstæðissleggjuna og Fálkadrottningu LS. Heilt yfir náðust 208 fuglar, 39 ernir og 1 albatros á mótinu.

Unnur Helga Kristjánsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir voru jafnar í höggleik með 82 högg og í punktakeppni sigraði Ingibjörg Helga Valsdóttir með 40 punkta, í lægri forgjafarhópnum, og Ingibjörg Lóa Ármannsdóttir, í forgjafarflokki með hærri forgjöf, með 46 punkta. Ragnhildur Sigurðardóttir, golfkennari og margfaldur Íslandsmeistari, stýrði mótinu eins og fyrri ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál