Hvernig er að vera fráskilinn og valdlaus 49 ára karl?

Guðrún Vilmundardóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir.
Guðrún Vilmundardóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Leikritið Ör var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Í þessu verki, sem byggt er á skáldsögu Auður Övu Ólafsdóttur, er fjallað um miðaldra karla í krísu lífsins. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir verkinu á listilegan hátt.

Stykkið fjallar um Jónas Ebeneser sem er 49 ára valdalaus, fráskilinn og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold í allt of mörg ár. En hann er handlaginn og hann hefur flísalagt samtals sjö baðherbergi. Geri aðrir betur. 

Með hlutverk í sýningunni fara Baldur Trausti Hreinsson, Guðrún Gísladóttir, Pálmi Gestsson, Birgitta Birgisdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir. 

Á frumsýningunni ætlaði lófaklappið aldrei að hætta og mikið var hlegið í salnum þótt þessi saga sé í raun og veru hryllilega sorgleg. Hjá 49 ára gömlum manni eru hrísgrjónin orðin fullsoðin og varla hægt að slá í gegn á þeim tímapunkti. 

Hlín, til vinstri, og Alda Gunnarsdætur.
Hlín, til vinstri, og Alda Gunnarsdætur. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, til vinstri, og Gígja Tryggvadóttir.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, til vinstri, og Gígja Tryggvadóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Einarsson og Vilborg Þórarinsdóttir.
Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Einarsson og Vilborg Þórarinsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Aðstoðarleikstjórinn með ömmu og mömmu. Guðrún Torfadóttir, Andrea Vilhjálmsdóttir Elín …
Aðstoðarleikstjórinn með ömmu og mömmu. Guðrún Torfadóttir, Andrea Vilhjálmsdóttir Elín Björnsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Guðrún Sigurðardóttir og Agnes Marinósdóttir.
Guðrún Sigurðardóttir og Agnes Marinósdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Mæðgurnar Silja Aðalsteinsdóttir, til vinstri, og Sif Gunnarsdóttir.
Mæðgurnar Silja Aðalsteinsdóttir, til vinstri, og Sif Gunnarsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Kjartan Ólafsson og Álfrún Guðrúnardóttir.
Kjartan Ólafsson og Álfrún Guðrúnardóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is