Flippaðasta fólk Íslands kann að djamma

Það var allt á útopnu hjá Origo þegar haustmót fyrirtækisins var haldið. Til þess að gera þetta ennþá skemmtilegra klæddu starfsmenn sig upp á. Sumir voru í fötum sem voru vinsæl á áttunda eða níunda áratugnum á meðan aðrir klæddust framtíðarfötum. Haustmótið var haldið svo starfsmenn gætu stillt saman strengi fyrir komandi vetur. 

mbl.is