Góðir andar í Geysi heima

Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas

Góðmennt var á opnun listasýningarinnar Andar eftir Önnu Fríðu Jónsdóttur í Geysi heima á dögunum. Anna Fríða hefur beint listrænum rannsóknum sínum að tilveru mannsins í öllum sínum myndum og leitað svara í vísindum og andlegum fræðum. Það sem vísindin geta ekki útskýrt fæst oft svarað á andlega sviðinu. Afrakstur nýlegra verkefna Önnu Fríðu er nú hægt að sjá í Kjallaranum, listagalleríi sem staðsett er í heimilis- og hönnunarverslun Geysis, Skólavörðustíg 12. 

Anna Fríða lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og tók MA í Art & Science í University of Applied Arts í Vínarborg. Hún hefur sýnt verk sín víða um heim og má þar helst nefna sýningu á Feneyjartvíæringi fyrir hönd Liechtenstein, Scandinavian House New York, Listasafn Reykjavíkur, Kunstmuseum Liectenstein, Das Weisse House Vienna, Natural History Museum Vienna, i/o/lab Stavanger ásamt komandi sýningu í Koncerthaus Berlin í nóvember. Anna Fríða á verk í safnaeign Vínarborgar.

Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauskas
mbl.is