Krufðu herferðina Útmeða

Ueno og Tjarnargatan stóðu fyrir „Chatty Hour“ á skrifstofu Ueno á Hafnartorgi þar sem gestum gafst tækifæri til að fara ofan í kjölinn á herferðinni Útmeða sem unnin var fyrir Geðhjálp og Rauða Krossinn. Stemmingin var gríðarlega góð enda einstaklega góð blanda af gamla góða happy hour og ferskum chatty hour. 

Ueno hefur staðið fyrir samskonar viðburðum í starfstöðvum sínum í New York og San Francisco við góðan orðstír og er þetta í annað skiptið sem slíkur viðburður er haldinn á þeirra vegum á Íslandi.  

Fjallað var um Tíuna - fjórðu herferð Útmeða, sem hefur vakið athygli fyrir nýstárlega nýtingu á gagnvirkni. Alls er um að ræða tíu myndbönd þar sem geðorðunum tíu eru gerð góð skil og áhorfanda gefst tækifæri til að stíga inn í atburðarrásina og stjórna með „hugarfarinu” þar sem netverjum gefst kostur á að skipta á milli „jákvæða” og „neikvæða” sjónarhornsins á sama atviki hverju sinni. 

Megin tilgangur verkefnisins, sem hefur verið í gangi frá 2015, er að hvetja fólk, sérstaklega ungt fólk, til að tjá sig um sína andlegu líðan og leita sér faglegrar hjálpar. Verkefnið er brýnt: á bilinu 500 til 600 manns leita sér aðstoðar á heilsugæslustöðvun og á sjúkrahúsum vegna sjálfsskaða árlega. Þá er vert að minnast á að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi í dag.

„Að fá koma að verkefni sem gæti bjargað mannslífum var mjög gaman og við erum þakklát fyrir reynsluna. Fyrir utan skilaboðið sjálf fólust í Tíunni margs áskoranir fyrir okkur, bæði í hönnun og tæknilegum lausnum,” segir Ólafur Sverrir Kjartansson tæknistjóri Ueno í Reykjavík. 

„Viðbrögðin við herferðunum frá upphafi segja okkur að vandamálin séu ofarlega í huga fólks sem og að herferðirnar eru að ná til réttra markhópa - og góð vísbending um að fólk sé sannarlega að opna á umræðuna um andlega heilsu. Við getum fullyrt að fáar herferðir hérlendis hafi notið jafn mikillar virkni í netheimum en alls hafa 22.000 einstök auðkenni deilt, lækað eða skrifað athugasemdir við herferðina á Facebook. Auk þess sem að mælingar Gallup, 2018, veit rúmlega helmingur landsmanna af Útmeða-herferðunnum. Tæplega 89% þeirra sem höfðu séð fyrri herferðir,  töldu skilaboðin komast vel til skila” segir Einar Ben, framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar. 

„Það var skemmtileg tilbreyting að geta boðið áhugasömum aðilum, hvort heldur úr hinu opinbera, markaðssérfræðingum, hönnuðum og þeim sem láta sig mikilvægi andlegrar heilsu varða, á þennan flotta viðburð þar sem farið var undir húddið á herferðinni,” bætir Einar við að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál