Starfsfólk Origo tók hryllinginn skrefinu lengra

Starfsfólk Origo kann svo sannarlega að djamma frá sér allt vit og ekki er verra ef það er í boði að klæða sig upp á. Eins og sést á þessum myndum var öllu til tjaldað þegar starfsfólkið hélt Hrekkjavökupartí á dögunum.

„Metnaður starfsfólks er ótrúlegur enda var þetta mjög vel heppnuð skemmtun. Starfsmannafélagið á svo sannarlega heiður skilið fyrir magnaðan undirbúning. Það var búið að skreyta kjallarann með fullt af hryllilegum leikmunum sem gerði upplifunina einstaka. Kvöldið tókst frábærlega og allir héldu heim á leið afar glaðir í bragði. Þá var starfsfólk í verslun og móttöku búið að mála sig og afgreiddi viðskiptavini þannig allan daginn,“ segir Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál