Björn Thors og Unnur Ösp í hátíðaskapi

Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir

Það var glatt á hjalla í Bíó Paradís þegar fyrstu tvær þættirnir af Brot voru frumsýndir. Um er að ræða nýja íslenska sjónvarpsseríu í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur. Óttar M. Norðfjörð, Mikael Torfason og Ottó Geir Borg skrifuðu handritið. 

Með aðalhlutverk í seríunni fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. Í öðrum hlutverkum eru; Sigurður Skúlason, Tinna Hrafnsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Bergur Ebbi, Aldís Hamilton, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Víkingur Kristjánsson, Valur Einarsson, Grettir Valsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Gunnar Hansson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir.

Brot fjallar um rannsóknarlögreglukonuna Katrínu Gunnarsdóttur sem er falið að rannsaka óvenjulegt morð við Reykjavíkurhöfn. Morðið reynist upphafið að óhugnanlegu og flóknu sakamáli og lögreglan ákveður að sækja hjálp út fyrir landsteinana. Arnar Böðvarsson, mikilsvirtur lögreglumaður með dularfulla fortíð, kemur til landsins eftir áratuga fjarveru og í sameiningu reyna Katrín og Arnar að stöðva morðingjann áður en hann lætur til skarar skríða á ný. Eftir því sem þau sogast dýpra inn í rannsókn málsins koma þeirra eigin innri djöflar fram. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.

Þáttaröðin er framleidd af íslensku framleiðslufyrirtækjunum Truenorth og Mystery í meðframleiðslu við og Netflix.

Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál