Þóra Margrét, Gyða og Guðný fara á hæsta tind

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Gyða Dan Johansen og Guðný Hansdóttir.
Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Gyða Dan Johansen og Guðný Hansdóttir.

Það var góð stemning þegar kynningarfundur fyrir Lífskraftsgöngu upp á Hvannadalshnjúk var haldin í verslun 66°Norður sem er bakhjarl átaksins.

Uppselt er í gönguna en 100 konur munu ganga með Sirrý upp á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, 2.110 m í byrjun maí. Með þessari kvennagöngu vil Sirrý Ágústsdóttir fagna lífinu og vissum tímamótum en hún greindist með leg­hálskrabba­mein 2010 og aft­ur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Nú árið 2020 eru fimm ár liðin og Sirrý vill fagna þessum lífskrafti á óhefðbundinn hátt:

Markmiðið með Lífskrafti 2020 er að safna áheitum fyrir félögin Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi. Sirrý hefur með þessu verkefni sameinað ást sína á fjallgöngum og þá köllun sína að styðja við það þarfa og mikilvæga starf sem félögin Kraftur og Líf sinna í endurhæfingu einstaklinga sem gengið hafa í gegnum krabbameinsmeðferð. Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.

Kolbrún Björnsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir.
Kolbrún Björnsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir.
Margrét Íris Baldursdóttir, Sigríður Heimisdóttir og Erna Eiríksdóttir ásamt vinkonu.
Margrét Íris Baldursdóttir, Sigríður Heimisdóttir og Erna Eiríksdóttir ásamt vinkonu.
Soffía Sigurgeirsdóttir og Sirrý.
Soffía Sigurgeirsdóttir og Sirrý.
Hólmfríður Sveinsdóttir, Guðrún Ragna Hreinsdóttir og Þóra Tómasdóttir ásamt vinkonu.
Hólmfríður Sveinsdóttir, Guðrún Ragna Hreinsdóttir og Þóra Tómasdóttir ásamt vinkonu.
Anna Sigríður Arnardóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir …
Anna Sigríður Arnardóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir ásamt vinkonu sinni.
Margrét Íris Baldursdóttir.
Margrét Íris Baldursdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í góðum félagsskap.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í góðum félagsskap.
Þóra Tómasdóttir, Sirrý, Hrefna Sætran og Hrefna Björk Sverrisdóttir.
Þóra Tómasdóttir, Sirrý, Hrefna Sætran og Hrefna Björk Sverrisdóttir.
mbl.is