Ragga Theódórs geislaði þegar Burro var yfirtekinn

Það var allt á útopnu á Burro Tapas + Steaks þegar fimm manna töfrateymi frá veitingastaðnum MNKY HSE (Monkey House) í London yfirtók staðinn um síðustu helgi. Troðfullt var út úr dyrum meðan á yfirtökunni stóð og skemmti fólk sér konunglega eins og sést á myndunum. Þar á meðal var Ragnheiður Theódórsdóttir samfélagsmiðlastjarna. 

Meðan á þessari yfirtóku stóð lokaði Burro Tapas + Steaks í sinni hefðbundnu mynd á meðan þetta margverðlaunaða teymi tók yfir. MNKY HSE er staður ríka og fræga fólksins í Lundúnum en þangað mæta fótboltastjörnur og tískulið borgarinnar. 

Staðurinn er í Mayfer í nágrenni við veitingastaðina Novikov og Sexy Fish. Bæði GQ og Esquire hafa kallað hann uppáhaldsveitingastaðinn sinn og þarna halda allar helstur stjörnur London afmælin sín og eru fastakúnnar.

Boðið var upp á fimm vinsælustu kokteila MNKY HSE í London ásamt vinsælustu réttunum. Fimm manna teymi kom frá MNKY HSE eða yfirkokkur, yfireftirréttakokkur, yfirbarþjónninn, yfirþjónninn og yfirmaður þeirra.

Stjörnukokkurinn Mark Morrans eldaði ásamt kokkum Burro og Dj Hannes spilaði fram á nótt. 

Ljósmynd/Þorgeir
mbl.is