Níu líf Bubba hreyfa við öllum tilfinningaskalanum

Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson og Tinna Gunnlaugsdóttir.
Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson og Tinna Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Sýningin Níu líf var frumsýnd fyrir fullu húsi á föstudagskvöldið. Um er að ræða sýningu um líf og starf Bubba Morthens sem er einn merkilegasti listamaður þjóðarinnar. 

Bubbi er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðupoppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkillinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við?

Sýningin hefur fengið einróma lof enda spilar hún á allar tilfinningar. Það sem gerir Bubba svo merkilegan er að hann skammast sín ekki fyrir neitt og dregur ekkert undan. Hann lætur allt gossa sem gerir það að verkum að fólk tengir við hann. Öll eigum við okkar uppáhalds-Bubba og þessi sýning mun hreyfa við stórum hópi. Ekki bara þeim sem hafa sprengt hátalara í partíum þegar Fjöllin hafa vakað hafa verið spiluð í botni. 

Höfundur sýningarinnar er Ólafur Egill Ólafsson en hann leikstýrir jafnframt sýningunni. Í sýningunni eru afbragðsleikarar sem öll eiga sinn þátt í að gera sýninguna að því sem hún er. Esther Talia Casey er til dæmis mögnuð í hlutverki móður Bubba og svo fara Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Valur Freyr Einarsson með hlutverk Bubba á ýmsum tímabilum í lífi hans. Rakel Björk Björnsdóttir syngur eins og engill í sýningunni en hún leikur til dæmis Ingu sem var kærasta Bubba þegar hann var að hefja sinn tónlistarferil. 

Ef þig langar að gráta, hlæja eða fá gæsahúð þá er þetta sýning fyrir þig!

Kjartan Ólafsson og Álfrún G. Guðrúnardóttir.
Kjartan Ólafsson og Álfrún G. Guðrúnardóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Halldóra Káradóttir, Sigurður Orri Steinþórsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Halldóra Káradóttir, Sigurður Orri Steinþórsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Viktoría Blöndal, Brynja Björnsdóttir og Birta Björnsdóttir.
Viktoría Blöndal, Brynja Björnsdóttir og Birta Björnsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Svanhvít Sigurðardóttir og Ragnar Jörundsson.
Svanhvít Sigurðardóttir og Ragnar Jörundsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Þórunn Sif Ingvarsdóttir og Stella Hjartardóttir.
Þórunn Sif Ingvarsdóttir og Stella Hjartardóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Þóra Sveinsdóttir og Heiðrún Þórarinsdóttir.
Þóra Sveinsdóttir og Heiðrún Þórarinsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Margrét Erla Maack, Tómas Steindórsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Egill …
Margrét Erla Maack, Tómas Steindórsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Egill Ólafsson og Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Sveinn Andri Sveinsson og Róbert Óskar Sigvaldason.
Sveinn Andri Sveinsson og Róbert Óskar Sigvaldason. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Kristján Jóhann Jónsson, Dagný Kristjánsdóttir og Egill Ólafsson.
Kristján Jóhann Jónsson, Dagný Kristjánsdóttir og Egill Ólafsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Pétur Jónsson, Kristján Helgi, Magga Pálma, Sigga Soffía og Arnar …
Pétur Jónsson, Kristján Helgi, Magga Pálma, Sigga Soffía og Arnar Dan Kristjánsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Dagbjört Sigvalda, Mímir Arnórsson og Lovísa Kristjánsdóttir.
Dagbjört Sigvalda, Mímir Arnórsson og Lovísa Kristjánsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
mbl.is