Svona brást fólk við nýja Land Rover Defender

Vegfarendur ráku upp stór augu þegar nýr Land Rover Defender var frumsýndur í náttúrulegu umhverfi í Reykjavík, í Garðabæ, við Úlfarsfell og í Víðidal.

Bíllinn er með sérstakt útlit og hentar vel fyrir þá sem elska að ferðast um Ísland. Hægt er að tjalda uppi á bílnum, vera með kerru aftan í honum eða hjólhýsi og setja hjól á toppinn. Nú eða bara rúnta um Keflavík með tónlistina í botni. Það að frumsýna þennan grip með þessum hætti er frekar sérstakt. 

„Ástæða þess að við ákváðum m.a. að halda frumsýninguna með þessum hætti er upprunalega sú að þegar við frumsýnum Land Rover bíla þá er ekki óalgengt að við fáum á bilinu 700-1.000 manns í heimsókn til okkar í sýningarsalinn og því fannst okkur ákjósanlegt á dögum samkomutakmarkana að fara með sýninguna út úr húsi með þessum hætti. Auk þess má segja að það sé jafnvel meira viðeigandi að sýna bíl eins og Defender í sýnu náttúrulega umhverfi,“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál