Fasteignasalan Trausti hélt risapartý á hestabúgarði

Kristján Baldursson eigandi Trausta ásamt Páli Óskari.
Kristján Baldursson eigandi Trausta ásamt Páli Óskari.

Það var glatt á hjalla um síðustu helgi þegar starfsfólk og velunnarar fasteignasölunnar Trausta skemmtu sér saman á hátíðinni Traustinn 2020. Gleðin fór fram á hestabúgarðinum Neðra-Seli í Rangárþingi ytra. Hátt í hundrað manns sóttu hátíðina enda dagskráin engri lík þar sem fram komu Páll Óskar, Ingó veðurguð, Gullfoss og Geysir, Jógvan og Gísli Guðmunds.

Auk þess sáu Búllan og staðarhaldarar að Neðra-Seli um að grilla ofan í gesti. Á laugardeginum var óvissuferð í Hellnahelli þar sem fram fór kampavínskynning.

Eins og sjá má á myndunum kunna starfsfólk Trausta og vinir þeirra að skemmta sér! 

Páll Óskar og Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Trausta.
Páll Óskar og Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Trausta.
Guðbjörg B. Sveinbjörnsdóttir.
Guðbjörg B. Sveinbjörnsdóttir.
Poppvélin vakti lukku.
Poppvélin vakti lukku.
mbl.is

Bloggað um fréttina