Færa djammið heim í stofu og fá heimsendan mat

Árshátíð Origo verður með óhefðbundnu sniði í ár.
Árshátíð Origo verður með óhefðbundnu sniði í ár. Ljósmynd/Origo

Eftir að Starigo, starfsmannafélag Origo, sá fram á að þurfa að aflýsa árshátíðinni í annað sinn kom upp sú hugmynd að halda fjarhátíð. Í stað hefðbundinnar árshátíðar með öllu tilheyrandi munu starfsmenn hittast í netheimum og skemmta sér saman.

„Við erum með mjög virkt starfsmannafélag sem skipuleggur nokkra stóra viðburði yfir árið þannig að það var tekin sú ákvörðun að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt og úr varð Fjarhátíð Starigo 2020. Starfsmannafélagið hélt fjarbingó um páskana og heppnaðist það virkilega vel, mörg hundruð manns tóku þátt í því,“ segir Helga Björg Hafþórsdóttir, formaður Starigo. 

Helga segir fyrirtækið alltaf hugsa í lausnum og nefnir að þau hafi til dæmis boðið upp á fyrirlestra, námskeið og notendaráðstefnur í gegnum vefvarpið sitt á meðan heimsfaraldurinn geisar.

„Við ætlum semsagt að streyma skemmtilegri dagskrá heim í stofu starfsmanna, má þar nefna Jón Jónsson, Bríeti, Jóhönnu Guðrúnu og Davíð með tónlistaratriði ásamt fleiri uppákomum. Þau sem eru skráð fá flottan matarbakka ásamt smá glaðningi í poka sem nýtist fyrir kvöldið,“ segir Helga og bætir við að þeim finnist mikilvægt að geta stutt við tónlistarfólk, veitingarekstur og viðburðafyrirtæki sem koma að viðburðum sem þessum. 

„Þetta er einmitt í okkar anda að hugsa aðeins út fyrir kassann og ekki bara gleðja starfsfólkið okkar heldur líka sýna samfélagslega ábyrgð. Lífið heldur áfram og við þurfum að laga okkur að breyttum aðstæðum í samfélaginu,“ segir Helga.

Úr fjarbingói Orgio um páskana.
Úr fjarbingói Orgio um páskana. Ljósmynd/Origo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál