Jakob Frímann skemmti sér með grímu

Tryggvi Pétursson og Jakob Frímann Magnússon.
Tryggvi Pétursson og Jakob Frímann Magnússon.

Laufey Johansen opnaði myndlistarsýninguna Undur hafsins í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu á sunnudaginn. Á sýningunni er að finna 12 olíumálverk, flest unnin árið 2018 en nokkur verkanna voru til sýnis á einkasýningu Laufeyjar í New York sama ár.

„Það er skiljanlega mikil varkárni í gangi í þjóðfélaginu og það hefur þvílík áhrif á sýningarhald og allt sem því tengist. Mig langaði samt sem áður að opna sýningu og bjóða fólki að koma og skoða en það er fyllst varúðar gætt. Hér eru grímur og handspritt og fjöldatakmarkanir að sjálfsögðu. Það eru fáir í salnum á hverjum tíma og gestir geta því gefið sér andrými og gefið sér góðan tíma að skoða verkin," segir Laufey.

Verkin eru hvort í senn litrík og björt en hafið og náttúra þess eru áberandi viðfangsefni í myndum hennar að þessu sinni eins og heiti sýningarinnar ber til kynna. Mikið flæði er í myndunum þar sem Laufey leyfir tilfinningum að flæða óhindrað í andlegri tjáningu sinni þar sem hver pensilstroka leiðir af annari. Þar sem samspil spírala og lita eru í aðalhlutverki, litir og form myndast í sameiningu. Verkin búa í senn yfir krafti og jafnvægi sem og andlegri nálgun sem skilar sér í ævintýralegum blæ verkanna. Sýningin stendur til 26. október. Opið er fimmtudag til sunnudags frá kl. 14 – 18.

Það er ýmislegt framundan hjá Laufeyju en hún verður með verk sín á samsýningu í Listasafni Reykjanesbæjar í byrjun desember. Laufey sýnir einnig verk sín á listasýningunni Scope International Contemporary Art Show í Miami í desember.

Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir og Róbert Róbertsson.
Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir og Róbert Róbertsson.
Tryggvi Pétursson, Anna Lilja Johansen og Margrét Halldórsdóttir.
Tryggvi Pétursson, Anna Lilja Johansen og Margrét Halldórsdóttir.
Gunnar Magnússon og Margrét Halldórsdóttir.
Gunnar Magnússon og Margrét Halldórsdóttir.
Laufey Johansen og Elín María Björnsdóttir.
Laufey Johansen og Elín María Björnsdóttir.
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson.
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson.
Anna Lilja Johansen, Berglind Steffensen og Laufey Johansen.
Anna Lilja Johansen, Berglind Steffensen og Laufey Johansen.
Björg Atladóttir og Laufey Johansen.
Björg Atladóttir og Laufey Johansen.
Margrét Halldórsdóttir og Anna María Guðmundsdóttir.
Margrét Halldórsdóttir og Anna María Guðmundsdóttir.
Laufey Johansen og Magnús Orri Magnússon.
Laufey Johansen og Magnús Orri Magnússon.
Kjartan Már Hallkelsson og Anna María Guðmundsdóttir.
Kjartan Már Hallkelsson og Anna María Guðmundsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál