Þessir kunnu sko að skemmta sér árið 2012

Skúli Mogensen, aðaleigandi flugfélagsins WOW air, þjónar Einari Erni Benediktssyni, …
Skúli Mogensen, aðaleigandi flugfélagsins WOW air, þjónar Einari Erni Benediktssyni, borgarfulltrúa, og konu hans um borð í flugvélinni. mbl.is/Sigurjón Ragnar

Það er fátt um fína drætti þegar kemur að skemmtanahaldi og því lítið af myndum úr samkvæmislífinu á Smartlandi þessa dagana. Þá er ekki úr vegi að rifja upp gömul og góð teiti og ennþá betri partímyndir. Svona voru eftirminnilegustu teitin 2012 á Smartlandi! 

Eitt eftirminnilegasta teitið 2012 var jómfrúferð flugfélagsins WOW air. Ferðin þótti fréttnæm enda ekki á hverjum degi sem nýtt flugfélag hefur sig til flugs. Skúli Mogensen var hrókur alls fagnaðar í ferðinni og þjónaði gestum um borð. 

Magnea Gunnarsdóttir, Íris Arna Geirsdóttir, Kristbjörg Jónasdóttir og Jóhanna Hildur …
Magnea Gunnarsdóttir, Íris Arna Geirsdóttir, Kristbjörg Jónasdóttir og Jóhanna Hildur Tómasdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konráð Valur Gíslason einkaþjálfari hélt mjög skemmtilegt teiti árið 2012 þar sem fólk úr hinum spennandi hreystiheimi skemmti sér. Ekki er vitað hvað gestir fjárfestu í miklu brúnkukremi fyrir teitið en eitt er þó víst að það var enginn fölur eins og íslenskur janúarmorgunn í þessu boði. 

Svo var það frumsýning á Djúpinu í Háskólabíói en þar mætti Bryndís Ásmundsdóttir kasólétt í hlébarðakjól. 

Skúli Mogensen er hér ásamt tveimur flugfreyjum sem störfuðu hjá …
Skúli Mogensen er hér ásamt tveimur flugfreyjum sem störfuðu hjá WOW air. Morgunblaðið/Styrmir Kári

Í september 2012 flutti flugfélagið WOW air í nýtt húsnæði sem nú tilheyrir Bríetartúni. Þetta partí var engu líkt og öllu til tjaldað. Þar voru loftfimleikamenn, viðskiptamenn og -konur og er ekki hægt að segja annað en teitið hafi verið eitt af partíum þess árs.

HÉR er hægt að skoða myndirnar úr innflutningsteitinu. 

Elín Lára Jónsdóttir og Unnur Steinsson.
Elín Lára Jónsdóttir og Unnur Steinsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Svo var það Unnur Steinsson sem lét sig ekki vanta þegar Stöð 2 fagnaði því að Dallas-þættirnir væru komnir aftur í sýningu eða það er að segja splunkuný þáttaröð. Blásið var til veislu á Borginni og var vel mætt eins og sést á myndunum. 

Ásgeir Þór Davíðsson eða Geiri eins og hann var jafnan …
Ásgeir Þór Davíðsson eða Geiri eins og hann var jafnan kallaður og Kelly vinkona hans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2012 var Hótel Borg opnuð enn og aftur og var vel mætti í opnunarteiti. Þangað mætti Ásgeir Þór Davíðsson heitinn sem oft var kenndur við kampavínsklúbbinn Goldfinger. Hann var ekki einn á ferð því Kelly vinkona hans fékk að fljóta með. 

Ragnar Agnarsson og Sigurjón Sighvatsson.
Ragnar Agnarsson og Sigurjón Sighvatsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo var það framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem hélt einu sinni alltaf geggjuð partí eins og sést á þessum myndum frá 2012. 

Arnaldur Indriðason, Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur.
Arnaldur Indriðason, Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í byrjun janúar 2012 var kvikmyndin Contraband frumsýnd. Þangað mætti Arnaldur Indriðason en hann er venjulega ekki mikið á partívaktinni. 

Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir. Hann var valinn best …
Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir. Hann var valinn best klæddi herrann en hann skartaði rauðum jakka.

Áramótaballið á Hótel Borg var hið hressasta en þangað mætti Eiður Smári fótboltastjarna í rauðum jakka og átti svæðið eins og kom svo í ljós þegar hann var valinn best klæddi maður kvöldsins. 

mbl.is