Allt á útopnu í partíum ársins 2020

Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þótt mörg ár hafi kannski verið örlítið hressari í partíhaldi náðu landsmenn að skemmta sér áður en veiran skall á í byrjun ársins. Sumarið var líka nýtt sérlega vel til þess að skvetta ærlega úr klaufunum. Djammið byrjaði strax í janúar á þessu ári en landsmenn voru varla búnir að skola niður síðasta vonda konfektmolanum þegar þorrablótsvagninn þeysti af stað af miklum krafti. 

Þorrablót Stjörnunnar var haldið í lok janúar og létu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þóra Margrét Baldvinsdóttir innanhússráðgjafi sig ekki vanta í þetta fjör. Hún skartaði glæsilegum silfurkjól og hollywoodkrullum en hann klæddist svörtum jakka við ljósbláa skyrtu. 

Lilja Pálmadóttir og Ari Alexander.
Lilja Pálmadóttir og Ari Alexander. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Kötlu, sem er nýtt íslenskt fatamerki, hélt glæsilegt tískuteiti á heimili sínu við Háteigsveg í Reykjavík. Best klæddu skvísur landsins létu sig ekki vanta en þar á meðal var Lilja Pálmadóttir hrossabóndi sem klæddist litríkri hettupeysu. 

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Hárheildsalan bpro hélt glæsiveislu í sumar í nýjum húsakynnum sínum í Garðabæ. Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur var á meðal gesta ásamt kærasta sínum, Benedikt Bjarnasyni háskólanema. Sunneva Eir er lifandi sönnun þess að brúnkukremið frá Marc Inbane virkar vel enda alltaf með fallegan gylltan húðtón. 

Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova í afmælisveislu hennar í janúar.
Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova í afmælisveislu hennar í janúar.

Ksenia Shakhmanova, unnusta Róberts Wessmans, varð 35 á árinu sem er að líða. Hún hélt upp á afmæli sitt með miklum glæsibrag í janúar og skartaði kjól í anda Díönu prinsessu með berum öxlum. Ekkert var til sparað í veislunni og boðið upp á veitingar af dýrustu sort og svo kom Páll Óskar og skemmti gestum. Eins og sést á myndunum úr afmælinu kann Róbert svo sannarlega að gera sér glaðan dag þar sem ekkert er til sparað. 

Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Lilja Pálmadóttir, Reynir Lyngdal, Elma Lísa Gunnarsdóttir, …
Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Lilja Pálmadóttir, Reynir Lyngdal, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Guðrún Kaldal, Birkir Kristinsson og Ragnhildur Gísladóttir. mbl.is/Stella Andrea

Þorrablót Seltjarnarness var haldið í félagsheimilinu í byrjun febrúar. Þangað mættu allir sem meira mega sín í þessu samfélagi og var gleðin við völd eins og sést á myndunum sem ljósmyndari Smartlands tók. Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, leikstjórinn Reynir Lyngdal, voru í essinu sínu ásamt vinum og kunningjum. 

Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir.
Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Edda Hermannsdóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Framkomu, á Vinnustofu Kjarvals fyrr á þessu ári. Góðir gestir heiðruðu vinkonu sína með nærveru sinni en á meðal gesta voru Inga Lind Karlsdóttir og eiginmaður hennar, Árni Hauksson. 

Valdimar Jónsson og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Valdimar Jónsson og Elva Ósk Ólafsdóttir.

Leikritið Útsending var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í lok febrúar. Leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir geislaði eins og sólin með kærasta sínum Valdimar Jónssyni enda fer ást þeirra ekki framhjá neinum lifandi manni. 

Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson.
Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Egill Einarsson einkaþjálfari, tónlistarmaður og útvarpsstjarna fagnaði 40 ára afmæli sínu síðasta sumar. Haldin var mikil glæsiveisla í Sjálandi í Garðabæ og minnti klæðnaður gestanna á félaga okkar úr Exit-þáttunum eins og sést á myndunum hér fyrir neðan:

Jón Már Ásbjörnsson og Kamilla Einarsdóttir.
Jón Már Ásbjörnsson og Kamilla Einarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Kamilla Einarsdóttir höfundur Kópavogskróníkunnar mætti í bleikum leðurkjól á frumsýningu verksins í Þjóðleikhúsinu. Frumsýningin var ákaflega stór stund því búið var að fresta henni þrisvar. Ilmur Kristjánsdóttir fór með aðalhlutverkið í Kópavogskróníkunni og Silja Hauksdóttir leikstýrði. 

Kristín Eva Ólafsdóttir, Hanna Stína og Helga Ólafsdóttir.
Kristín Eva Ólafsdóttir, Hanna Stína og Helga Ólafsdóttir. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir

Innanhússarkitektinn Hanna Stína fagnaði 43 ára afmæli sínu með stæl í byrjun sumars. Veislan var haldin á Duck and Rose en afmælisbarnið veitti hjálparhönd við að koma staðnum í það útlit sem hann skartar í dag. Hanna Stína er vinmörg og var vel mætt í þetta heillandi sumarboð. Hanna Stína er einn af eftirsóttustu innanhússarkitektum landsins og gerir allt með stæl í lífinu. Hvort sem það er í leik eða starfi! 

Hjörtur Ingi Hjartarsson, Kristín Þórdís Þorgilsdóttir, Rakel Lúðvíksdóttir og Gísli …
Hjörtur Ingi Hjartarsson, Kristín Þórdís Þorgilsdóttir, Rakel Lúðvíksdóttir og Gísli Freyr Valdórsson.

Gísli Freyr Valdórsson almannatengill hjá KOM varð 40 ára í sumar og bauð í glæsilegt boð af því tilefni. 

Benedikt Einarsson og Birgitta Haukdal.
Benedikt Einarsson og Birgitta Haukdal.

Benedikt Einarsson lögfræðingur og eiginkona hans, Birgitta Haukdal tónlistarmaður og metsöluhöfundur, settu öryggið á oddinn þegar þau mættu á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu. 

Þórdís Edvald, Bogey Sigfúsdóttir, Tinna Baldvinsdóttir og Ármann Þórðarson.
Þórdís Edvald, Bogey Sigfúsdóttir, Tinna Baldvinsdóttir og Ármann Þórðarson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Þorrablót Víkings er þekkt fyrir að vera ein af bestu samkomum ársins enda eru það ekki bara Stjörnumenn og -konur sem kunna að djamma. Það hefur enginn roð við Fossvogsbúum þegar skemmtanahald er annars vegar. Svo mikið fjör er á íbúum Fossvogsins að fólk úr öðrum hverfum mætir á skemmtanir Víkings eins og sannaðist fyrr á árinu þegar Ármann Þorvaldsson í Kviku banka mætti en hann býr í 104 Reykjavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál