Heimildamynd Sylvíu Erlu Melsted, Lesblinda, var forsýnd í gær í Smárabíói. Myndin var sjö ár í vinnslu og var þetta því mikil hamingjustund. Sylvía þekkir lesblindu vel af eigin raun og játar að hún hefði ekkert komist áfram í skólakerfinu ef móðir hennar, Ragnheiður Melsted, hefði ekki haft trú á henni og stutt hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Í myndinni er rætt við sérfræðinga á lesblindusviðinu og einnig talað við fólk sem glímt hefur við lesblindu og þekkir hindranir hennar. Lesblinda er framleidd af Sagafilm.
Myndin verður frumsýnd á RÚV á fimmtudaginn.