Klæddu sig í sitt fínasta púss í tilefni dagsins

Brynhildur Guðjónsdóttir, Stefán Eiríksson og Helga Snæbjörnsdóttir.
Brynhildur Guðjónsdóttir, Stefán Eiríksson og Helga Snæbjörnsdóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir

Það var einstök stemning í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið þegar verkið Sölumaður deyr var frumsýnt. Vegna veirufaraldurs hefur lítið malt verið í leikhúslífi landans og því fögnuðu gestir ákaft þegar þeir gátu gert sér glaðan dag. 

Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri ljómaði eins og sólin og það gerðu líka Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og eiginkona hans, Helga Snæbjörnsdóttir. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var flottur í tauinu og skartaði grímu í stíl við hálsbindið. Frú Vigdís Finnbogadóttir lét sig ekki vanta og heldur ekki Ástríður Magnúsdóttir, dóttir hennar.

Sölumaður deyr er verk eftir Arhur Miller en verkið fjallar um Willy Loman sem hefur aldrei malað gull. Sölumaðurinn hefur tekist á við hlutverk sitt, nánast af fullkomnun, allt sitt líf. Hann elur með sér þann draum að verða númer eitt. Draum um hamingjuríkt líf, velgengni og frægð. Draum um viðurkenningu.

Þegar komið er að leiðarlokum í annasömu lífi Willys Lomans er ljóst að draumar hans hafa ekki ræst. Hann ferðaðist um sem sölumaður í fjölda ára en er nú að þrotum kominn. Tryggustu viðskiptavinir hans eru látnir eða hafa flutt á brott, yngri samstarfsmenn vinna skilvirkara. Sölumennskan er orðin að martröð. Þegar nýr og ungur yfirmaður segir Loman upp störfum hefst erfið sjálfsskoðun þar sem hann lítur til baka og reynir að skilja hvað fór úrskeiðis. Lífslygin er allsráðandi og gæfuleysi barnanna, sem geta ekki sigrast á falskri hugmyndafræði eldri kynslóðarinnar, verður honum um megn. Hann sér aðeins eina útgönguleið: Sjálfsvíg, dulbúið sem bílslys, svo að fjölskylda hans fái líftrygginguna og geti lifað af henni.

Sölumaður deyr er harmræn saga um hrun sjálfsmyndar. Saga fórnarlambs hins vægðarlausa ameríska draums um árangur og fjárhagslega velmegun, um glæst og áhyggjulaust líf. Sölumaður deyr er þekktasta leikrit Arthurs Millers og löngum talið eitt mesta meistaraverk 20. aldar í leikritun. Það var frumsýnt árið 1949 og hlaut hin virtu Pulitzerverðlaun sama ár.

Með aðalhlutverk í sýningunni fara Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Aron Már Ólafsson. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir.

Guðni Th Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Vigdís Finnborgadóttir, Sveinn Einarsson og …
Guðni Th Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Vigdís Finnborgadóttir, Sveinn Einarsson og Ástríður Magnúsdóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Gyða Valtýsdóttir og Kristín Anna Valtýsdóttir.
Gyða Valtýsdóttir og Kristín Anna Valtýsdóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Sigþrúður Gunnarsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir.
Sigþrúður Gunnarsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Ottó Malmberg, Rakel Björk Björnsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Níels Thibaud Girerd …
Ottó Malmberg, Rakel Björk Björnsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Níels Thibaud Girerd og Helga Bryndís Jónsdóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Huld Ingimarsdóttir, Nína Helgadóttir og Arna Schram.
Huld Ingimarsdóttir, Nína Helgadóttir og Arna Schram. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Guðni Th. Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Vigdís Finnborgadóttir og Sveinn Einarsson.
Guðni Th. Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Vigdís Finnborgadóttir og Sveinn Einarsson. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Hildur Skúladóttir og Guðrún Olga Gústafsdóttir.
Hildur Skúladóttir og Guðrún Olga Gústafsdóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Rakel Mjöll Leifsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Alexandra Chernyshova.
Rakel Mjöll Leifsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Alexandra Chernyshova. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Kjartan Ólafsson og Álfrún Guðrúnardóttir.
Kjartan Ólafsson og Álfrún Guðrúnardóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Ninna Rún Pálmadíóttir, Örn Gauti Jóhannsson og Brynhildur Guðjónsdóttir.
Ninna Rún Pálmadíóttir, Örn Gauti Jóhannsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
Guðrún Kaldal og Jóhann G. Jóhannsson.
Guðrún Kaldal og Jóhann G. Jóhannsson. mbl.is/Elsa Katrin Olafsdottir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál