Halldóra Geirharðsdóttir leikkona er yfir sig hrifin af sýningunni The last kvöldmáltíð, sem sýnd er í Tjarnarbíói. Hún segist náttúrlega ekki vera hlutlaus þar sem aðstandendur sýningarinnar séu tengdir henni.
„FULLKOMIÐ LEIKHÚS! Já ég er mjög hlutdræg stjúpmamma og vinkona og fyrrverandi kennari og líka fjölskylduvinur og samstarfskona og aðdáandi – en burtséð frá öllum venslum og tengslum þá segi ég og meina það: þetta er fullkomið leikhús!! Það sem ég elska við þessa sýningu er að í henni er dýpt og rugl og sú samsetning er fullkomin – ég elska bæði, mikla dýpt og rugl – þar er sköpunin,“ segir Halldóra á facebooksíðu sinni.
Fáar sýningar
– drífið ykkur að fá miða á tix.is.