Snæfríður og Högni geisluðu

Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilson prúðbúin þegar myndin Alma var …
Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilson prúðbúin þegar myndin Alma var forsýnd. mbl.is/Árni Sæberg

Eitt glæsilegasta par landsins, leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, voru flott saman þegar kvikmyndin Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var forsýnd í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. 

Snæfríður fer með aðalhlutverkið í myndinni og leit út eins og sannkölluð stjarna á forsýningunni í kjól eftir Sólveigu Hansdóttur. Högni samdi hins vegar tónlistina fyrir myndina. 

Ásamt Snæfríði fara þær Emm­anu­elle Riva og Krist­björg Kj­eld með stór hlutverk. Alma er þriðja kvik­mynd­in í fullri lengd sem Krist­ín leik­stýr­ir, en fyrri mynd­ir henn­ar eru Á hjara ver­ald­ar sem frum­sýnd var 1983 og Svo á jörðu sem á himni frá ár­inu 1992. Auk þess hef­ur hún aðlagað hand­rit og leik­stýrt tveim­ur sjón­varps­mynd­um.

Leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir og Kristbjörg Kjeld. Kristbjörg fer með hlutverk …
Leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir og Kristbjörg Kjeld. Kristbjörg fer með hlutverk Högnu í myndinni. mbl.is/Árni Sæberg
Framleiðendurnir Guðbjörg Sigurðadóttir og Guðrún Edda Þórhannesdóttir.
Framleiðendurnir Guðbjörg Sigurðadóttir og Guðrún Edda Þórhannesdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Unnur Birgisdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir.
Unnur Birgisdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Kristín Jóhannesdóttir ásamt Snæfríði Ingvarsdóttur og Högna Egilssyni.
Kristín Jóhannesdóttir ásamt Snæfríði Ingvarsdóttur og Högna Egilssyni. mbl.is/Árni Sæberg
Ingibjörg Jónsdóttir, Friðrik Steinn Kristjánsson og Sigrún Sandra Ólafsdóttir.
Ingibjörg Jónsdóttir, Friðrik Steinn Kristjánsson og Sigrún Sandra Ólafsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is