Diljá Mist naut sín á Hundadegi Grafarvogs

Dilja Mist Einarsdóttir lét sig ekki vanta á Hundadaga Grafarvogs.
Dilja Mist Einarsdóttir lét sig ekki vanta á Hundadaga Grafarvogs. Ljósmynd/Baldvin Berndsen

Það var mikið fjör í Grafarvoginum á laugardaginn þegar hverfið hélt sérstakan hundadag. Hundaeigendur gengu um Grafarvoginn í frábæru veðri og nutu lífsins. 

Farið var yfir sögu Grafarvogs en þar er að finna merkilega sögu sem enn má sjá ummerki um. Að göngu lokinni fengu svo hundar og eigendur þeirra léttan glaðning og fóru allir heim sáttir og sælir. Þar sem viðburðurinn heppnaðist vel og var vel sóttur þá er nokkuð ljóst að hann verður endurtekinn fljótlega.

Göngunni var stýrt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, Ninnu Ómarsdóttur kennara, Diljá Mist Einarsdóttur aðstoðarmanni utanríkisráðherra, Rakel Lindu Kristjánsdóttur frá félagi ábyrgra hundaeigenda og Valgerði Sigurðardóttur Borgarfulltrúa. Gangan var skipulögð af Sjálfstæðisfélaginu í Grafarvogi. 

Eins og sjá má á ljósmyndum Baldvins Berndsen var mikið fjör á Hundadeginum. 

Ljósmynd/Baldvin Berndsen
Ljósmynd/Baldvin Berndsen
Ljósmynd/Baldvin Berndsen
mbl.is