Hreimur hélt svakalegt partí með dóttur sinni

Embla Margrét Hreimsdóttir og Hreimur Örn Heimisson.
Embla Margrét Hreimsdóttir og Hreimur Örn Heimisson. Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson

Hreimur Örn Heimisson söngvari, sem margir tengja við hljómsveitina Land og syni, bauð í partí í Keiluhöllina til að fagna útkomu þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja í ár, en hann er höfundur og flytjandi lagsins. Lagið heitir Göngum í takt og fjallar um eftirvæntinguna sem kraumar inni í fólki þegar það labbar niður í dal, gegnum hliðið og heyrir drunurnar úr brekkunni þegar þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð. Hreimur fékk Vigni Snæ Vigfússon með sér í að pródúsera lagið. Magni, sem söng með Hreimi árið 2001 í þjóðhátíðarlaginu Lífið er yndislegt, verður einnig með að þessu sinni ásamt Emblu Margréti, 16 ára dóttur Hreims, sem syngur í laginu.

Fleiri koma að laginu. Benedikt Brynleifsson spilar á trommur, Matthías Stefánsson á fiðlu, Pálmi Sigurhjartarson á harmonikku og Árni Þór Guðjónsson, Steini Bjarka, Benedikt Brynleifs og Vignir Snær mynda kórinn.

Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
Ljósmynd/Friðgeir Bergsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál