„Guð hvað maður er hégómlegur“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hlaut riddaranafnbót frá Frakklandi í gær. Orðan nefnist Or­dre nati­onal du mé­rite. 

Í morgun mætti Egill í morgunkaffi á Kaffifélagið við Skólavörðustíg og var með orðuna meðferðis. Kaffifélagar Egils dáðust að orðunni enda er hún fögur; blá og gyllt og sómir sér vel við hvaða klæðnað sem er.

Egill hafði orð á því að hann væri hégómlegur að mæta með orðuna en kaffifélögum Egils fannst hann bara krúttlegur enda ekki á hverjum degi sem hægt er að klappa slíkum grip. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál