Skjöldur og Hilmir Snær í góðum gír

Skjöldur Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason
Skjöldur Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason Ljósmynd/Stella Andrea

Það var fullt út úr dyrum þegar skartgripamerkið Orrifinn opnaði nýja verslun með pomp og prakt á Skólavörðustíg 43 á fimmtudag. Áður höfðu þau Helga Guðrún Friðriks­dótt­ir og eiginmaður hennar, Orri Finnbogason, rekið verslunina í notalegu kjallararými í sömu götu síðan 2015.

Athafnamaðurinn Skjöldur Sigurjónsson mætti sem og leikarinn Hilmir Snær Guðnason. Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon lét sig ekki vanta né Friðrik Sophusson. 

„Við vorum eiginlega búin að sprengja það utan af okkur og vorum með augun opin fyrir nýju. Við vorum alveg orðin viss um að Skólavörðustígur væri rétta staðsetningin en húsnæðið var vandfundið. Þegar Skólavörðustígur 43 losnaði fórum við bara á fullt í að næla í það. Núna erum við á jarðhæð með risastóran og sýnilegan búðarglugga, Hallgrímskirkja er næsta hús við þannig að við teljum okkur vera á besta mögulega stað í bænum hvað varðar sýnileika og aðgengi,“ segir Helga Guðrún. 

Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason á tali við Jakob …
Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason á tali við Jakob Frímann Magnússon í opnunarteitinu. Ljósmynd/Stella Andrea
Halla Ólafsdóttir, Guðrún Margrét Jóhannsdóttir og Lilja Jónsdóttir.
Halla Ólafsdóttir, Guðrún Margrét Jóhannsdóttir og Lilja Jónsdóttir. Ljósmynd/Stella Andrea
Ljósmynd/Stella Andrea

„Okkur langaði að gera þetta alveg okkar, við vildum að efnisnotkun í innréttingarnar og hönnunin á þeim væri í takt við okkar eigin skartgripahönnun. Við vildum hafa þetta svolítið hrátt, náttúrulegt og jafnvel út í ævintýralegt. Við vorum svo heppin að ná samstarfi við Loftkastalann, sem er smíðaverkstæði Hilmars Páls og Ingu Lóu, þau eru bara í einu orði sagt algjörir listamenn í sýnu fagi og kunna svo vel á efniviðinn og nota nánast einungis endurunninn við. Hugmyndirnar fæddust í samstarfi við þau og útkoman er bara betri en ég hefði nokkurn tímann þorað að vona.“

Ljósmynd/Stella Andrea
Ljósmynd/Stella Andrea
Ljósmynd/Stella Andrea

„Við erum ánægð með heildarþemað, fallegur og veðraður viður, reipi, dökkir litir og smá siglingaþema sem er vísun í fyrstu skartgripalínuna okkar, Akkeri. Gullsmíðaborðið hans Orra er algjörlega einstakt og ekki líkt neinu öðru, það einhver ótrúleg undrasmíð. Hönnunin á því fæddist í svo góðu flæði, hugmyndirnar flugu á milli okkar og smiðanna og útkoman er ævintýraleg. Eldgamlir Singer-saumavélafætur eru notaðir undir borðið sem gefur því fornan svip og það er bara algjört listaverk. Við erum líka hæstánægð með gullvegginn okkar; gullið er vísun í lógóið okkar sem er gyllt og auðvitað málminn sjálfan sem við smíðum úr. Á þessum gullvegg er alvörukýrauga úr gömlum trébát, ég er með aðstöðu á bak við og get kíkt í gegnum kýraugað til að fylgjast með versluninni. Það er vonandi upplifun fyrir alla að koma hingað inn, taka inn heimana bak við hverja skartgripalínu og anda að sér okkar hugarheimi.“

Hildur Árnadóttir, Sigurður Pálmarsson og Árni Kristjánsson.
Hildur Árnadóttir, Sigurður Pálmarsson og Árni Kristjánsson. Ljósmynd/Stella Andrea
Ljósmynd/Stella Andrea
Friðrik Sophusson og Lárus Páll Ólafsson.
Friðrik Sophusson og Lárus Páll Ólafsson. mbl.is/Stella Andrea
Ófeigur Sigurðsson, Tjörfi Bjarnason og Heiðrún Sigurðardóttir
Ófeigur Sigurðsson, Tjörfi Bjarnason og Heiðrún Sigurðardóttir Ljósmynd/Stella Andrea
Davíð Örn Jóhannsson og Styrmir.
Davíð Örn Jóhannsson og Styrmir. Ljósmynd/Stella Andrea
Barði Guðmundsson, Orri Finnbogason og Berta Finnbogadóttir.
Barði Guðmundsson, Orri Finnbogason og Berta Finnbogadóttir. Ljósmynd/Stella Andrea
Innréttingarnar eru flottar.
Innréttingarnar eru flottar. Ljósmynd/Stella Andrea
Það var mikið stuð í opnunarteitinu.
Það var mikið stuð í opnunarteitinu. Ljósmynd/Stella Andrea
Ljósmynd/Stella Andrea
Orri Finnbogason og Helga Jóakimsdóttir.
Orri Finnbogason og Helga Jóakimsdóttir. Ljósmynd/Stella Andrea
Birta Ketilsdóttir og Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Birta Ketilsdóttir og Tryggvi Hrafn Haraldsson. Ljósmynd/Stella Andrea
Ljósmynd/Stella Andrea
Gabríela Kristjánsdóttir, Jóakim Reynisson og Hrafnhildur Jóakimsdóttir.
Gabríela Kristjánsdóttir, Jóakim Reynisson og Hrafnhildur Jóakimsdóttir. Stella Andrea
Dagbjört Ósk og Hanna Dóra Hólm.
Dagbjört Ósk og Hanna Dóra Hólm. Ljósmynd/Stella Andrea
Rakel, Anna og Hildur.
Rakel, Anna og Hildur. Stella Andrea
Ljósmynd/Stella Andrea
mbl.is