Lilja opnaði best ilmandi listasýningu landsins

Lilja Birgisdóttir sýnir list sýna í NORR11. Sýningin stendur til …
Lilja Birgisdóttir sýnir list sýna í NORR11. Sýningin stendur til 16. október. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir

Listakonan Lilja Birgissdóttir opnaði sýningu sína Ilmur landslags í NORR11 síðastliðinn laugardag. List Lilju er einstök þar sem hún hefur ljósmyndað plötur og málað síðan ofan á pappírinn. Hún gerir svo ilm upp úr plöntunum sem er til sölu í takmörkuðu magni. 

Ljósmyndirnar eru nokkurs konar portrett af blómunum þar sem hún velur liti plantnanna út frá upplifun sinni á ilminum sem er af blóminu.

Í verkum sínum hefur Lilja lengi rannsakað liti og þá sérstaklega hvernig þeir breytast eftir birtu skilum og tíma dags. Hún tekur litina út, málar aðra á sem tengjast hennar eigin upplifun í návist blómsins og tengir saman sjónræna skynjun og lyktarskyn. Samhliða ljósmyndunum hefur hún gert ilm úr plöntunum sem veitir áhorfandanum innsýn í lykt plantanna og tengir okkur við efnislegan heim þeirra.

Á sýningunni má einnig sjá ljósmyndir af litlausu sólarlagi. Fjarvera litanna fær áhorfandann til að upplifa skýjagljúfur og sólarlag með öðrum hætti en í raunveruleikanum. Raunverulegir litir ljósmyndarinnar eru fjarlægðir en sameinaðir á ný í láréttum litaskala fyrir neðan ljósmyndina. Áhorfandinn fær það verkefni að nota ímyndunaraflið við að glæða ljósmyndina lit í huganum.

Sýningin er vegum Listavals og stendur til 16. október.

Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál