Gyða Dan skemmti sér á kvennakvöldi

Það var góð stemning í loftinu þegar Kvennakvöld Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var haldið í húsakynnum Bakó Ísberg. Gyða Dan Johansen jógakennari lét sig ekki vanta og það gerði heldur ekki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Hildur Sverrisdóttir frambjóðandi, Katrín Atladóttir borgarfulltrúi, Helga Thors og Hildur Björnsdóttir svo einhverjar séu nefndar. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir eigandi Bakó Ísberg var að sjálfsögðu á svæðinu og þar var líka Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. 

Hressasti maður Íslands, Siggi Hlö, var veislustjóri í teitinu og sá um að engum leiddist. Eins og sjá má á þessum myndum var einstök stemning í húsinu. 

mbl.is