Reynir Lyngdal mætti með mömmu sína

Þáttaröðin Missir var frumsýnd í Smárabíói í vikunni. Í þáttaröðinni er talað við fólk sem hefur farið í gegnum sorg og missi. Hvernig það hefur lært að lifa með sorginni, unnið sig í gengnum hana og fengið hamingjusamt líf. 

Leikstjóri þáttanna er Reynir Lyngdal sem mætti á frumsýninguna með móður sína, Magneu Antonsdóttur, upp á arminn hann var nýbúinn að missa föður sinn þegar þættirnir voru í vinnslu. Freyr Eyjólfsson er þáttastjórnandi og var hann að sjálfsögðu á frumsýningunni en hann og eiginkona hans þekkja missinn af persónulegum ástæðum. Þau misstu barn sem fæddist andvana.

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Símann og Evu Dís Þórðardóttir og Ínu Lóu Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð.

Öll þáttaröðin er kominn í Sjónvarp Símans Premium.  

mbl.is