Nutu þess í botn að vera til

Unnur Dröfn, Ása Kristín og María.
Unnur Dröfn, Ása Kristín og María. mbl.is/Ágúst Óliver

Á föstudaginn hóft árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „VERUM TIL“. Af því tilefni var efnt til teitis í Háskólabíó á fimmtudagskvöld. Þar fengu gestir að kynnast sögu Láru sem missti móður sína úr krabbameini þegar hún var unglingur. Síðar greindist Lára sjálf með krabbamein í brjósti.

Lára er þakklát fyrir lífið og þakklát fyrir að vera til og segir þátttökuna í Bleiku slaufunni gefa sér mikið, sé partur af hennar endurhæfingu, og hún sé þakklát fyrir að geta gefið til baka.

„Krabbameinsfélagið var til staðar þegar ég þurfti á þeim að halda og í dag er ég í þeirri stöðu að geta gefið til baka. Ég hef líka þessa tvíþættu reynslu sem aðstandi og svo af því að greinast sjálf og þurfa að takast á við allt sem því fylgir. Ég vona að mín saga gefið fólki von og sýni að það enda ekki allar sögur eins. Saga mín og mömmu hefur ólíkan endir,“ segir hún. 

Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein og 300 konur deyja að meðaltali úr krabbameinum. Í dag eru 9000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein. Í átakinu í ár er lögð áhersla á að vera til. Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega.

Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal er hönnuður Bleiku slaufunnar í ár. Bleika slaufan kostar 2.900 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum söluaðilum um land allt.

Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til fjölbreyttrar starfsemi Krabbameinsfélagsins. Starfsemin felst m.a. í ókeypis ráðgjöf og stuðningi fyrir þá sem veikjast og aðstandendur þeirra, fræðslu og forvörnum, krabbameinsrannsóknum og hagsmunagæslu. Allt starfið miðar að því að að fækka nýjum tilfellum krabbameina, fækka dauðsföllum af völdum þeirra og að bæta lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra.

Martha og Aníta Björg.
Martha og Aníta Björg. mbl.is/Ágúst Óliver
Dagnýr Vigfússon og Guðbjörg Birna Gunnlaugsdóttir.
Dagnýr Vigfússon og Guðbjörg Birna Gunnlaugsdóttir.
Jóhanna Jafetsdóttir og Kolbrún Óskarsdóttir.
Jóhanna Jafetsdóttir og Kolbrún Óskarsdóttir.
Birna Ingimarsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir.
Birna Ingimarsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver
Sunna Dögg Guðmundsdóttir og María Agnesardóttir.
Sunna Dögg Guðmundsdóttir og María Agnesardóttir. mbl.is/Ágúst Óliver
Hildur Rut Ingimarsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og Tanja Sól Valdimarsdóttir.
Hildur Rut Ingimarsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og Tanja Sól Valdimarsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver
Angela og Margrét.
Angela og Margrét. mbl.is/Ágúst Óliver
Hulda og Margrét.
Hulda og Margrét. mbl.is/Ágúst Óliver
Eybjörg Drífa, Nanna Sjöfn og Mjöll.
Eybjörg Drífa, Nanna Sjöfn og Mjöll. mbl.is/Ágúst Óliver
Rós Guðmundsdóttir og Jóna Hilmisdóttir.
Rós Guðmundsdóttir og Jóna Hilmisdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál