Komu vinkonum sínum á óvart í vöðlum á gömlum Land Rover

Anna Margrét Kristinsdóttir og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir komu vinkonum sínum …
Anna Margrét Kristinsdóttir og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir komu vinkonum sínum á óvart með kampavíni, veitingum og vöðlum.

Uppskeruhátíð Árdísa fór fram síðastliðinn föstudag á Hilton Nordica en þar söfnuðust saman hópur kvenna sem á það sameiginlegt að vera miklar veiðikonur. Anna Margrét Kristinsdóttir og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hafa veitt mikið saman og segja þær að þótt veiðin sé yfirleitt góð og mikið af laxi þá skiptir félagsskapurinn og gleðin miklu máli. Í veiðiferðum er oft sagt að það sem gerist í veiði fari ekki út fyrir ánna og segja þær að kvenna veiði sé ein sú allra skemmtilegasta. 

Stöllurnar ákváðu að koma veiðivinkonum sínum á óvart og mættu í vöðlum og veiðifötum á uppskeruhátíðina með fullan veiðibíl af kampavíni og skotum en bíllinn var lagt fyrir aftan hótelið. Bíllinn, sem er gamall Land Rover, var vel skreyttur með seríum, blöðrum, hreindýraskinni og pikknikk körfum og að sjálfsögðu með risa kampavínsskál og glös.

„Það kom smá svipur fyrst þegar við gengum inn í salinn í fullri veiði múnderingu viðurkenna þær, enda allt saman afar smekklegar og flottar konur en svo bara breiddist bros yfir mannskapinn enda þykir hann sá allra skemmtilegasti og svo fylktist hópurinn út á plan og fékk sér alvöru veiði happy hour áður en glæsileg dagskráin hófst,“ segir Eva Dögg en kjólarnir biðu í bílnum og eftir uppákomuna klæddu þær sig í þá og fóru í háa hæla úti á bílaplani. 

„Þetta var Pínu kalt verð ég að viðurkenna, en það er ekki alltaf sem maður er á brókinni við Hilton hótelið. Við erum vanar að græjar okkur á mettíma í veiðiferðum og það var engin breyting á því þarna,“ segir hún og hlær en í lok kvöldsins var Anna Margrét kjörin veiðikona ársins þannig að þær stöllur fóru sáttar í háttinn. 

Hér eru þær á gamla Land Rovernum í veiði síðasta …
Hér eru þær á gamla Land Rovernum í veiði síðasta sumar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál