Hélt teiti degi eftir að hann slapp úr sóttkví

Ragnar Freyr Ingvarsson fagnaði útkomu nýjustu matreiðslubókar sinnar á dögunum, Heima hjá Lækninum í eldhúsinu. Ragnar hefur verið á fullu allt síðasta ár en fyrir utan að elda guðdómlegan mat og skrifa um hann hefur hann verið umsjónarlæknir COVID göngudeildar Landspítalans. 

„Útgáfuboðið var sérstaklega skemmtilegt. Þarna mættu margir vinir og vandamenn og svo einnig fjöldi fólks sem ég þekkti ekki frá fyrri tíð,“ segir Ragnar Freyr í samtali við Smartland. 

„Þetta mátti ekki vera öllu tæpara en við sluppum úr sóttkví kvöldið áður, bæði hjónin, enda höfðum við verið hressilega útsett vikunni áður en sluppum fyrir horn. Útgefendurnir mínir eru ennþá í einangrun. 

Svo var heldur ansi tæpt að fá bókina til landsins. Það hafði ýmislegt tafið afhendingu - fyrst kom COVID upp í prentsmiðjunni sem tafði um viku, svo bilaði bókbandsvél sem tók einhverja daga að laga. Svo fór bílstjórinn með sendinguna í ranga höfn og það tafði okkur um daga. Bókin kom til landsins sama morgun og útgáfuhófið var. Eins og sagt er fall er fararheill. Það gladdi mig síðan ótrúlega mikið að við slógum persónulegt met í útgáfuveislunni í bóksölu. Við seldum meira en þegar ég gaf út fyrstu bókina mína 2013, Tími til að njóta, Vona að málshátturinn sé sannur,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál