Sölusýningin sem Bjarni gerði fræga opnar aftur

Sölusýning hefst í Ásmundarsal um helgina.
Sölusýning hefst í Ásmundarsal um helgina. Samsett mynd

Hin árlega sölusýning í Ásmundarsal opnar um helgina, laugardaginn 5. desember, í ár ber sýningin yfirskriftina Svona eru jólin. Sölusýningin hefur verið afar vinsæl síðustu ár en í fyrra endaði sýningin í fjölmiðlum á aðfangadag fyrir brot á sóttvarnarlögum og var ráðherra úr ríkisstjórninni þar á ferð. 

Sölusýningin stendur til 23. desember í ár en það var einmitt á Þorláksmessu í fyrra sem partíið fór aðeins úr böndunum. Lögreglan var kölluð til eftir lokun á Þorláksmessu en afar strangar reglur giltu um opnunartíma, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu sem ekki voru virtar. Á aðfangadag kom í ljós að Bjarni Benediktsson fjarmálaráðherra var á meðal gesta.

„Rétt viðbrögð hefðu verið að yf­ir­gefa lista­safnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöld­inn rúmaðist ekki inn­an tak­mark­ana. Það gerði ég ekki og ég biðst inni­lega af­sök­un­ar á þeim mis­tök­um,“ skrif­ar ráðherr­ann á Facebook á aðfangadag. 

Hátt í 200 listamenn verði með allt að 600 verk til sölu á sýningunni. „Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna,“ segir í fréttatilkynningunni. Einnig vinna valdir listamenn verk í Gryfjunni í Ásmundarsal yfir sýningartímabilið. 

Hámarksfjöldi gesta í ár eru 50 manns í einu og gestir beðnir um að huga að persónulegum sóttvörnum. 

mbl.is