Fullt út úr dyrum í KFUM&K húsinu

Þrír myndlistarmannanna ásamt sýningarstjóra sýningarinnar Ertu héðan? Melanie Ubaldo, Vala …
Þrír myndlistarmannanna ásamt sýningarstjóra sýningarinnar Ertu héðan? Melanie Ubaldo, Vala Pálsdóttir, sýningarstjóri, Jasa Baka og Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir. Ljósmynd/Sæþór Vídó

„Að fá að leiða saman þrjár efnilegar listakonur samtímans til móts við tvo liðna listamenn, sem eru meðal merkustu listamanna er Vestmannaeyjar hafa alið af sér og  varpa í sýningunni upp spurningunni um hvar við eigum heima, með verkum sem spanna næstum 100 ára tímabil, þykir mér verðugt og áhugavert verkefni,“ segir Vala Pálsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar Ertu héðan? sem var opnuð í KFUM&K húsinu í Vestmannaeyjum á laugardaginn.

Kveikjan að sýningunni eru ævi og störf Júlíönu Sveinsdóttur myndlistarkonu sem fædd er í Vestmannaeyjum. Sýningin veltir því upp hvernig umhverfið mótar okkur í tíma og rúmi, og miðar að því að fanga persónulegar upplifanir í fjölbreytileika samfélagsins.

Á sýningunni er að finna verk fimm myndlistarmanna er tengjast Vestmannaeyjum með ólíkum hætti og eiga það sammerkt að hafa horft um öxl og velt áhrifum uppruna síns fyrir sér í listsköpun sinni. Sýningarstjóri er Vala Pálsdóttir, meistaranemi í sýningargerð við Listaháskóla Íslands og er sýningin hluti af útskriftarverkefni hennar frá Listaháskóla Íslands. 

Eins og sést á myndunum var gleðin við völd þegar sýningin var opnuð. 

Sýningin spannar verk yfir 98 ár frá fimm myndlistarmönnum.
Sýningin spannar verk yfir 98 ár frá fimm myndlistarmönnum. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Tinna Tómasdóttir og Minna Björk Ágústsdóttir á tali við Svavar …
Tinna Tómasdóttir og Minna Björk Ágústsdóttir á tali við Svavar Steingrímsson. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Arnar Sigmundsson, Kári Bjarnason, safnstjóri og Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari
Arnar Sigmundsson, Kári Bjarnason, safnstjóri og Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari Ljósmynd/Sæþór Vídó
Anabelle de Girsewald og Jasa Baka.
Anabelle de Girsewald og Jasa Baka. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Örvar Guðni Arnarson, Rut Haraldsdóttir og Páll Guðmundsson.
Örvar Guðni Arnarson, Rut Haraldsdóttir og Páll Guðmundsson. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir á tali við gest sýningarinnar.
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir á tali við gest sýningarinnar. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Fjöldi fólks lagði leið sína á laugardeginum á sýninguna.
Fjöldi fólks lagði leið sína á laugardeginum á sýninguna. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Verkin á sýningunni eru áhugaverð.
Verkin á sýningunni eru áhugaverð. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Vala Pálsdóttir, sýningastjóri þakkar listamönnunum Melanie Ubaldo, Jasa Baka og …
Vala Pálsdóttir, sýningastjóri þakkar listamönnunum Melanie Ubaldo, Jasa Baka og Áslaugu Írisi Katrín Friðjónsdóttur fyrir að koma og taka þátt í sýningunni. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja þakkaði Völu Pálsdóttur fyrir að hefja …
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja þakkaði Völu Pálsdóttur fyrir að hefja máls á því að Vestmannaeyjabær haldi utan um ævi og störf Júlíönu Sveinsdóttur listamálara. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Sýningin er haldin í KFUM&K húsinu í Vestmannaeyjum, sama húsi …
Sýningin er haldin í KFUM&K húsinu í Vestmannaeyjum, sama húsi og Júlíana Sveinsdóttir hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1926. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Verk Melanie Ubaldo: But You're Too Tanned Though for an …
Verk Melanie Ubaldo: But You're Too Tanned Though for an Icelander. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Listamennirnir Jasa Baka og Melanie Ubaldo ásamt Birgi Sverrissyni við …
Listamennirnir Jasa Baka og Melanie Ubaldo ásamt Birgi Sverrissyni við hlið verksins It Scares Me in a Good Way. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Brynhildur Friðriksdóttir og Ingi Tómas Björnsson, skattstjóri í Vestmannaeyjum.
Brynhildur Friðriksdóttir og Ingi Tómas Björnsson, skattstjóri í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Lilja Ársælsdóttir, bróðurdóttir Júlíönu Sveinsdóttur listamálara sem sýningin er tileinkuð, …
Lilja Ársælsdóttir, bróðurdóttir Júlíönu Sveinsdóttur listamálara sem sýningin er tileinkuð, ásamt börnum sínum Laufey og Guðni Sigurðarbörn. Fyrir aftan er verk Júlíönu af Ystakletti. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, Gréta Ingþórsdóttir og Gísli Hjartarson.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, Gréta Ingþórsdóttir og Gísli Hjartarson. Ljósmynd/Sæþór Vídó
Hrafntinna Tryggvadóttir og Ísafold Grétarsdóttir.
Hrafntinna Tryggvadóttir og Ísafold Grétarsdóttir. Ljósmynd/Sæþór Vídó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál