Stjörnubrúðkaup Harðar og Hildar í Hörpu

Hörður Ægisson og Hildur Þórarinsdóttir gengu í hjónaband.
Hörður Ægisson og Hildur Þórarinsdóttir gengu í hjónaband. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Hörður Ægisson einn af stofnendum Innherja á Vísi.is og Hildur Þórarinsdóttir lögmaður á Juris gengu í hjónaband í gær. Parið gekk í heilagt hjónaband í Dómkirkjunni en svo var haldið yfir í Hörpu þar sem veisluhöld fóru fram. 

Stefán Einar Stefánsson fyrrverandi fréttastjóri viðskipta Morgunblaðsins og eigandi Kampavínsfélagsins var veislustjóri. 

Ekki var þverfótað fyrir þekktu fólki í brúðkaupinu en á meðal gesta var Halldór Benjamín Þorbergsson og eiginkona hans Guðrún Björnsdóttir, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir og Sigurður Hannesson, Ólöf Skaftadóttir samstarfskona Harðar og að sjálfsögðu Þórarinn V. Þórarinsson faðir brúðarinnar. Þar var líka Berglind Pétursdóttir skemmtikraftur og kærasti hennar, Þórður Gunnarsson. Rithöfundurinn Ragnar Jónasson og eiginkona hans, María Margrét Jóhannsdóttir blaðamaður á mbl.is létu sig heldur ekki vanta. 

Smartland óskar Herði og Hildi til hamingju með ráðahaginn! 

Berglind Pétursdóttir er hér ásamt brúðkaupsgestum. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál