Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði bauð kvenpeningnum í teiti á Mathiesen stofunni í gærkvöldi. Um 100 konur létu sjá sig til þess að tala og hafa gaman. Mathiesen stofan er í hinu fræga menningarhúsi Hafnarfjarðar þar sem Bæjarbíó er til húsa.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, hélt ræðu og svo komu uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir og fékk fólk til að hlæja svolítið. Þá steig hljómsveitin Tjörnes á stokk og spilaði skemmtileg lög.
Eins og sjá má á myndunum var líf og fjör í mannskapnum.