Stjórnendur úr viðskiptalífinu deildu klúðursögum

Stefán Baxter, Halldóra G. Steindórsdóttir og Helga Waage.
Stefán Baxter, Halldóra G. Steindórsdóttir og Helga Waage.

Það var góð stemning á Klúðurkvöldi Startup SuperNova sem haldið var á Kex Hostel í síðustu viku. 

Þangað mættu um 70 galvaskir einstaklingar til að hlýða á Svein Biering, stjórnarformann Vaxa og fjárfesti, Helgu Waage, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Mobilitus, Stefán Baxter, stofnanda og forstjóra Quick Lookup, Guðmund Árnason, fjármálastjóra Controlant, Magnús Árnason framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Nova. 

„Klúðurkvöld eru vel þekkt erlendis og eru að festa sig í sessi hér á landi þar sem einstaklingar úr atvinnulífinu segja frá mistökum sem hafa verið gerð á ferlinum. Slíkur viðburður er mikil skemmtun og þekkt fyrir spaugilegar og hnyttnar sögur sem geta verið fáránlegar. Öllu gamni fylgir nokkur alvara og því eru þessar sögur fyrir aðra að læra af og góð áminning um að ekki gengur allt hnökralaust fyrir sig. Rauðu þráðurinn var gott skipulag fyrirtækisins og ekki of flókin viðskiptaáætlun. Margir frumkvöðlar sem hafa náð miklum árangri eru oftar en ekki þeir sem hafa gert stærstu mistökin. Þau sem komu fram á kvöldinu á Kex töluðu um mikilvægi þess að velja gott teymi, sem er þungamiðjan í þeirri vegferð sem fyrirtækið er að fara á. Fyrir utan að skoða innlendan og erlendan markað vel ættu stofnendur að gera viðeigandi áætlun um þegar á móti blæs og líka þegar fyrirtækið fær aukinn byr undir seglin,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Klaki. 

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova þar sem tíu sprotar fá aðstoð við að byggja upp viðskiptalausnir. Þátttaka í Startup SuperNova miðast að því að hraða framgangi fyrirtækja og gera þau að álitlegum fjárfestingarkosti. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda sinna og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga, þar á meðal reyndum frumkvöðlum og fjárfestum.

Sveinn Biering stjórnarformaður Vaxa.
Sveinn Biering stjórnarformaður Vaxa.
Guðmundur Árnason.
Guðmundur Árnason.
Helga Waage framkvæmdastjóri og meðstofnandi Mobilitus.
Helga Waage framkvæmdastjóri og meðstofnandi Mobilitus.
Illugi Steingrímsson, Jónas Óli Jónasson og Jón Kári Eldon hjá …
Illugi Steingrímsson, Jónas Óli Jónasson og Jón Kári Eldon hjá Stubb.
Alma framkvæmdastjóri Heima App.
Alma framkvæmdastjóri Heima App.
Magnús Árnason framkvæmdastjóri stafrænnar þróunnar hjá Nova.
Magnús Árnason framkvæmdastjóri stafrænnar þróunnar hjá Nova.
Freyr Friðfinnsson hjá Klak.
Freyr Friðfinnsson hjá Klak.
Magnús Daði Eyjólfsson, Stefán Kári Ottósson, Hlynur Einarsson og Haukur …
Magnús Daði Eyjólfsson, Stefán Kári Ottósson, Hlynur Einarsson og Haukur Einarsson.
Íris Baldursdóttir.
Íris Baldursdóttir.
Guðmundur Árnason.
Guðmundur Árnason.
Stefán Baxter.
Stefán Baxter.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál