Sigrún og Baldur mættu í teitið

Sigrún Bender og Baldur Rafn Gylfason eigendur bpro létu sig ekki vanta í teiti á vegum Rautt vín sem fór fram á Hilton á dögunum. Rautt vín flytur inn vín frá Zenato og bauð til veglegrar veislu í tilefni þess að vínin verða nú fáanleg í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 

Hingað til hefur vínið aðeins verið fáanlegt á vef Rautt vín og á Fiskmarkaðnum og Grillmarkanum. Í teitinu voru reiddar fram veitingar að ítölskum hætti en veitingarnar eru brot af réttum sem verða á nýjum veitingastað, La Trattoria, sem mun opna í Gallerý mathöll.

Eins og sést á myndunum voru gestir hressir og kátir og enginn fór heim svangur.  

mbl.is