Árni Sam, Guffi bílasali og Helgi í Góu tóku lagið með Elvis

Árni Samúelsson forstjóri Sambíóanna varð áttræður þriðjudaginn 12. júlí og hélt hann upp á afmæli sitt í Perlunni í faðmi fjölskyldu og vina ásamt óvæntum leynigesti sem brá sér á kreik í veislunni og hreif gesti með sér í söng og dansi. 

Árni, einnig sem þekktur sem Bíókóngur Íslands bylti bíómenningu landsins þegar hann opnaði Bíóhöllina í Álfabakka árið 1982 en áður hafði hann átt og rekið Kvikmyndahúsið í Keflavík. Síðan þá hefur kappinn opnað kvikmyndahús í Kringlunni, Egilshöll og á Akureyri. Ferill Árna sem brautryðjandi á sínu sviði spannar nú yfir heil 50 ár.

Það var vel við hæfi að leynigesturinn, Stefán Helgi kennari við Víðistaðaskóla og fremsta Elvis-eftirherma landsins, mætti og tók lagið fyrir afmælisbarnið. Á dögunum var stórmyndin Elvis frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins og hefur myndin slegið rækilega í gegn hér heima sem og um heim allan. Þá hafa um 20.000 manns séð Elvis í bíó hér á landi og er myndin enn þann dag í dag ein vinsælasta kvikmynd landsins en hún var frumsýnd þann 22. júní s.l.

Árni lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á sérstaka forsýningu Elvis í Egilshöll í síðasta mánuði og fannst honum myndin alveg hreint út sagt frábær.

Árni og Guðfinnur Stefán Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali.
Árni og Guðfinnur Stefán Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali.
Árni og eiginkona hans Guðný Ásberg Björnsdóttir.
Árni og eiginkona hans Guðný Ásberg Björnsdóttir.
Árni, Guffi og Helgi í Góu.
Árni, Guffi og Helgi í Góu.
Stefán Helgi og Guðný í sveiflu.
Stefán Helgi og Guðný í sveiflu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál