Ása Steinars hélt draumabrúðkaup í Króatíu

Ljósmynd/Ása Steinars

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars gekk í hjónaband með Leo Alsved hinn 16. júlí síðastliðinn í sannkölluðu draumabrúðkaupi á eyjunni Vis í Króatíu. Af myndum að dæma var mikil stemning og veisluhöld með glæsilegasta móti. 

Eyjuna Vis kannast margir við úr kvikmyndinni Mamma Mia, en í þeirri mynd var fylgst með aðdraganda brúðkaups dóttur Donnu, sem leikin var af Meryl Streep. Á eyjunni er að finna fallegar strendur, arkitektúr frá 17. öld og einstakt umhverfi. 

Hjónin virtust njóta vikunnar á Vis í faðmi fjölskyldu og vina, en á miðvikudeginum sigldu þau kringum eyjuna í góðra vina hópi. Veisluhöldin hófust svo á fimmtudeginum með kvöldverði og á föstudeginum var fagnað með drykkjum og góðri tónlist.

Skjáskot/Instagram

Stóri dagurinn var svo á laugardeginum, en þá var gestum siglt yfir til Fort George þar sem brúðkaupið sjálft fór fram.

Skjáskot/Instagram

Fort George er 200 ára gömul bygging sem hefur verið uppgerð og býður nú upp á einstakt rými fyrir veisluhöld. 

Skjáskot/Instagram

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál