Anna seldi Hrólfsskálavör fyrir 183 milljónir

Anna Fjeldsted og Arnaldur Indriðason eru glæsileg hjón.
Anna Fjeldsted og Arnaldur Indriðason eru glæsileg hjón. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Fjeldsted kennari á Seltjarnarnesi festi kaup á einbýlishúsi við Hrólfsskálavör 3 árið 2020. Húsið keypti hún af iðnhönnuðinum Sigríði Heimisdóttur sem hafði búið þar um nokkurra ára skeið. Á þeim tíma fyrir um tveimur árum var fasteignamat hússins um 103 milljónir. Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2023 er 146 milljónir. 

Nú hefur Anna selt húsið en hún bjó þó aldrei í því sjálf því hún býr með eiginmanni sínum, metsöluhöfundinum Arnaldi Indriðasyni, í öðru einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. 

Húsið var Hrólfsskálavöru 3 er afar fallegt og reisulegt einbýli á tveimur hæðum. Húsið var byggt 1980 og er 257 fm að stærð. Húsið hefur að geyma alla þá tískustrauma sem voru vinsælir í kringum 1980. Húsið er hraunað að utan og inni í húsinu eru keramikflísar í brúnum tónum og furuklæðningum í loftum. 

Anna seldi húsið 8. ágúst og fékk fyrir það 183 milljónir króna. 

mbl.is