Allir í spariskapinu þegar nýju húsnæði var fagnað

Hugbúnaðarfyrirtækið Men&Mice er flutt í nýtt húsnæði við Suðurlandsbraut. Af því tilefni var boðið í teiti. Um 60 manns starfa hjá fyrirtæki á Íslandi en einnig á erlendri grundu. 

„Hjá Men&Mice starfa um 60 manns, bæði á Íslandi og erlendis. Starfsfólki fyrirtækisins hefur fjölgað mikið á síðustu árum og sjáum við fram á áframhaldandi vöxt. Framúrskarandi vinnuaðstaða er nauðsynleg að okkar mati og því var húsnæðið sérstaklega hannað með þarfir allra starfsmanna í huga. Stórbrotið útsýni og falleg umhverfi hafði einnig sitt að segja en það veitir mikla næringu og örvun sem er ómetanlegt,“ segir Magnús Eðvald Björnsson, forstjóri Men&Mice. 

Dj. Dóra Júlía spilaði í boðinu.
Dj. Dóra Júlía spilaði í boðinu.
mbl.is