Fögnuðu nýjum íslenskum húðvörum

Íris Laxdal stofnandi Angan og Ellen Loftsdóttir stílisti.
Íris Laxdal stofnandi Angan og Ellen Loftsdóttir stílisti. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Íslenska húðvörumerkið Angan skincare bauð í einstaklega ljúft og notalegt teiti til þess að kynna tvær nýjar vörur. Teitið fór fram í Make-Up Studio Hörpu Kára og var vel mætt. Um er að ræða Arctic Youth andlitsolíu og Wildflower olíuhreinsi. 

Íris Laxdal stofnandi Angan skincare segir að vörurnar hafi verið í þróun í meira en tvö og hálft ár. Hún segir að vörurnar hafi einstaka virkni og séu umhverfisvænar. 

„Vörurnar eru handunnar í litlum skömmtum og notar Angan aðeins bestu og hreinustu hráefni í sínar formúlur sem sækja innblástur í íslenskar hefðir og remedíur úr villtum handtíndum jurtum sem hafa verið notaðar til að næra húðina í aldaraðir,“ segir hún. 

„Markmið mitt var að þróa tvær áhrifaríkar andlitsvörur sem mynda grunninn að geislandi húð í tveimur einföldum skrefum og uppfylla kröfur allra húðgerða með krafti náttúrunnar.“

Nýju vörurnar eiga það sameiginlegt að innihalda; Icelandic Botanical Complex, villtar, græðandi og nærandi jurtir úr afskekktri náttúru Íslands. Hin einstaka jurtablanda er sérframleidd og inniheldur græðandi villta brenninetlu, hreinsandi túnfífil, örvandi rauðsmára, róandi vallhumal og bólgueyðandi blóðberg sem er stútfull af lífvirkum efnum sem róa, endurnýja og vernda húðina. Saman skapa þessar kraftmiklu plöntur lifandi og næringarríka blöndu fulla af steinefnum, plöntuefnum og vítamínum til að hlúa að húðinni.

„Angan er allt það sem ég vildi sem viðskiptavinur, húðvörur búnar til með hreinum, náttúrulegum og sjálfbærum innihaldsefnum sem róa ertingu, mýkja húðina, auka endurnýjun og láta húðina ljóma. Árangursríkar húðvörur sem næra bæði líkama og sál,“ segir Íris . 

Thelma Gudmundsen og Stella Sveinsdóttir.
Thelma Gudmundsen og Stella Sveinsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Helga Margrét Gunnarsdóttir.
Helga Margrét Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ari Magg ljósmyndari lét sig ekki vanta en hann tók …
Ari Magg ljósmyndari lét sig ekki vanta en hann tók myndirnar í auglýsingar Angan. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Halla Bára Gestsdóttir húsahvíslari.
Halla Bára Gestsdóttir húsahvíslari. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Harpa Káradóttir förðunarmeistari og Karitas Sveinsdóttir hönnuður.
Harpa Káradóttir förðunarmeistari og Karitas Sveinsdóttir hönnuður. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Íris Laxdal og Svana Lovísa.
Íris Laxdal og Svana Lovísa. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ellen Loftsdóttir, Erna Bergmann og Elísabet Gunnarsdóttir.
Ellen Loftsdóttir, Erna Bergmann og Elísabet Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda