Þúsund manns á árshátíð Samherja í Gdansk

Um þúsund manns eru á leið í árshátíð Samherja sem …
Um þúsund manns eru á leið í árshátíð Samherja sem haldin verður í Gdansk í Póllandi. Samsett mynd

Það var líf og fjör á flugvellinum á Akureyri í morgun þegar starfsmenn Samherja voru þar samankomnir til þess að fljúga til Gdansk í Póllandi en fyrirtækið heldur árshátíð sína þar í landi um komandi helgi. Alls munu þúsund manns mæta á árshátíðina.

Fyrsta vélin flaug út frá Akureyri klukkan hálftíu í morgun. Síðdegis í dag fer önnur og á morgun fer sú þriðja í loftið. Ein vél fer svo frá Keflavík. 

Samkvæmt heimildum Smartlands eru mikil veisluhöld fram undan um helgina í Póllandi og verður flogið út með íslenska skemmtikrafta til að skemmta mannskapnum. 

Veisluhöldin ættu ekki að setja stórt strik í reikningana hjá Samherja sem á síðasta ári hagnaðist um 5,5 milljarða króna eftir skatta. Hagnaður samstæðu Samherja, en þar undir er meðal annars Síldarvinnslan hf., nam svo 17,8 milljörðum króna.

Spánn, Svartfjallaland og Tékkland

Lítur út fyrir að mikil árshátíðavertíð sé fram undan hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum í október. Smartland hefur heimildir fyrir því að starfsfólk Síldarvinnslunnar sé einmitt á leið til Gdansk í árshátíðarferð eftir tvær vikur.

Samherji og Síldarvinnslan eru ekki einu fyrirtækin á Íslandi sem halda árshátíðir sínar í útlöndum um þessar mundir. Um liðna helgi fóru starfsmenn Veritas í árshátíðarferð til Spánar. Í lok september fóru svo starfsmenn CCP til Svartfjallalands í árshátíðarferð. 

Í vor vakti það svo mikla athygli þegar Ölgerðin hélt árshátíð sína í kastala í Prag í Tékklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál