Helsta áhugafólk um íslenska hönnun lét sig ekki vanta í Grósku á fimmtudaginn í síðustu viku þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt. Þar voru meðal annars Greipur Gíslason, Heiða Magnúsdóttir, Steinþór Kári Kárason og Sigurbjörn Þorkelsson. Þess má geta að Heiða og Sigurbjörn reka Ásmundarsal og eru hluthafar í Fossum fjárfestingabanka.
Plastplan hlaut verðlaunin í ár fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaunin. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlaut Fólk Reykjavík og heiðursverðlaunahafi ársins er Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt.