Ari, Steindi og Ólafur skemmtu sér konunglega

Ari Eldjárn, Steindi Jr. og Ólafur Thors voru í góðum …
Ari Eldjárn, Steindi Jr. og Ólafur Thors voru í góðum gír þegar vinur þeirra Dóri DNA flutti nýtt efni í Sykursalnum í Grósku. Ljósmynd/Ari Páll

Rífandi stemning var í hinum nýja Sykursal í Grósku á föstudagskvöld þegar Dóri DNA tók míkrófóninn af hillunni og hélt sitt fyrsta uppistand eftir þriggja ára pásu.

Um er að ræða nýtt efni frá kappanum sem hann hyggst nota í sýningu sem er væntanleg eftir áramót í sama sal, sem Björn Bragi Arnarsson, vinur Dóra úr uppistandshópnum Mið-Ísland, rekur.

„Er nokkuð einhver með hníf hérna inni?“ ávarpaði Dóri DNA salinn þegar hann steig á svið og setti hann þar tóninn fyrir restina af kvöldinu – vægðarlaust grín tók við líkt og honum er lagið. 

„Þetta var ótrúlega gaman. Það var alveg troðfullur salur, allir í góðu skapi og mér heyrðist fólk bara vera ánægt með þetta,“ segir Dóri í samtali við mbl.is.

Dóra til halds og trausts var rapparinn Jóhann Kristófer Stefánsson, eða Joey Christ eins og hann er alla jafna kallaður, en um er að ræða hans frumraun í uppistandsheiminum. Vakti hann mikla lukku.

Myndir frá stemningunni í Sykursalnum:

„Er nokkuð einhver með hníf hérna inni?“ ávarpaði Dóri DNA …
„Er nokkuð einhver með hníf hérna inni?“ ávarpaði Dóri DNA salinn þegar hann steig á svið. Ljósmynd/Ari Páll
Dóri DNA og Jóhann Kristófer Stefánsson að loknu uppistandinu.
Dóri DNA og Jóhann Kristófer Stefánsson að loknu uppistandinu. Ljósmynd/Ari Páll
Ari Eldjárn, Jóhann Kristófer Stefánsson, Björn Bragi Arnarsson, Níels Thibaud …
Ari Eldjárn, Jóhann Kristófer Stefánsson, Björn Bragi Arnarsson, Níels Thibaud Girerd og Hörður Björgvin Magnússon. Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Margir voru mættir að horfa á Dóra DNA flytja nýtt …
Margir voru mættir að horfa á Dóra DNA flytja nýtt efni sem er væntanlegt frá kappanum eftir áramót. Ljósmynd/Ari Páll
Hinn nýi Sykursalur var smekkfullur.
Hinn nýi Sykursalur var smekkfullur. Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Demario Elijah ásamt fríðu föruneyti.
Demario Elijah ásamt fríðu föruneyti. Ljósmynd/Ari Páll
Dóri og Jóhann ásamt Birni Braga áður en stigið var …
Dóri og Jóhann ásamt Birni Braga áður en stigið var á svið. Björn Bragi rekur Sykursalinn. Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Ari Páll Karlsson
Ari Páll Karlsson
Ari Páll Karlsson
Ari Páll Karlsson
Jóhann Kristófer vakti mikla lukku meðal áhorfenda.
Jóhann Kristófer vakti mikla lukku meðal áhorfenda. Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Ari Páll Karlsson
Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Ljósmynd/Ari Páll
Strákahópurinn við sviðið var oft á tíðum skotmark Dóra í …
Strákahópurinn við sviðið var oft á tíðum skotmark Dóra í flugbeittu gríni. Ljósmynd/Ari Páll
Dóra tókst þó að sættast við strákana að lokum, eftir …
Dóra tókst þó að sættast við strákana að lokum, eftir að í ljós kom að um sveitunga Dóra úr Mosfellsbæ var að ræða. Ljósmynd/Ari Páll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál