Það var líf og fjör á Vinnustofu Kjarval þegar því var fagnað að Háskóli Íslands hefur boðið upp á MBA nám í 20 ár. Námið hefur verið arfavinsælt og sagði Gylfi Magnússon, forseti viðskiptadeildar Háskóla Íslands og fyrrverandi ráðherra, að þetta væri afrek.
„595 hafa útskrifast á 20 árum. Það er enginn smá hópur,“ sagði Gylfi en í afmælinu voru bæði núverandi nemendur og fyrrverandi nemendur.
Eins og sjá má var vel mætt í teitið enda alltaf gaman að gera sér glaðan dag!