Guðlaugur Þór og Eyþór féllust í faðma

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Eyþór Guðjónsson …
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Eyþór Guðjónsson athafnamaður féllust í faðma. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Á annað hundrað gestir mættu í opnunarteiti hjá Lava Show á dögunum. Hraun rann í stríðum straumum í glæsilegum sýningarsal lifandi hraunsýningarinnar Lava Show að Fiskislóð 73 úti á Granda.

Er þetta í fyrsta sinn í nær 5000 ár sem hraun rennur í Reykjavík eða allt frá því að Elliðaárdalshraun myndaðist fyrir 4800 árum. Talið er að Elliðaárdalshraun hafi runnið úr Brennisteinsfjöllum á sínum tíma en hraunið, og svæðið þar í kring, er í dag ein vinsælasta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Nú rennur hraunið hins vegar í öruggu rými inni sýningarsal Lava Show á Granda.

Á sýningu Lava Show er hraun brætt upp í 1100°C og hellt inn í sýningarsal fullan af fólki. Fyllsta öryggis er gætt og því má segja að þetta sé eini staður veraldar þar sem hægt er að upplifa rauðglóandi hraun með öruggum hætti.

Mikið er lagt upp úr fræðslu og persónulegri upplifun og í lok sýningar gefst gestum færi á að spyrja sýningarstjórann spurninga. Hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir eru stofnendur Lava Show og eru í skýjunum með opnun Lava Show í Reykjavík.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Guðlaugur Þór.
Guðlaugur Þór. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ingi Einar Sigurðsson
Ingi Einar Sigurðsson Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ragnar Þórir Guðgeirsson, einn af eigendum Lava Show, skemmti sér …
Ragnar Þórir Guðgeirsson, einn af eigendum Lava Show, skemmti sér konunglega. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Borgarfulltrúinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir spjallar við Eyþór Guðjónsson, sem á …
Borgarfulltrúinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir spjallar við Eyþór Guðjónsson, sem á meðal annars Skemmtigarðinn og Sky Lagoon. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Birgir Örn Birgisson, Stjórnarformaður Lava Show.
Birgir Örn Birgisson, Stjórnarformaður Lava Show. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson mætir á svæðið.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson mætir á svæðið. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson.
Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda